
Sjálfsmyndin Mona Reynir.
Landslag Borgarfjarðar og heimamenn á fyrstu málverkasýningu Reynis
Myndlistasýningin Fjöllin, fólkið og vatnið verður opnuð föstudagskvöldið 21. mars klukkan 20 í Skemmunni á Hvanneyri. Heima- og listamaðurinn Reynir Hauksson sýnir þar málverk sem unnin hafa verið síðustu misserin þar sem efniviðurinn er umhverfi og mannlíf Borgarfjarðar, landslagsmyndir í bland við portrett.