Fréttir
Þemað í ár voru gimsteinar og glimmer og voru skreytingar í samræmi við það. Ljósm. gjj

Góugleði Kvenfélagsins fór vel fram

Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir Góugleði í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á laugardaginn. Kvenfélagið heldur svona gleði á tveggja ára fresti þar sem ágóðinn af samkomunni rennur í gott málefni. Boðið var upp á sætaferðir frá Hellissandi, Rifi, Ólafsvík og Stykkishólmi og var frábær stemning í húsinu. Að þessu sinni fór allur ágóði af kvöldinu til Skíðasvæðis Snæfellsness en meðlimir skíðadeildarinnar sáu um að þjóna og vaska upp á skemmtuninni. Alls söfnuðust um 1.200 þúsund krónur með miðasölu og happadrætti og kemur það sér einstaklega vel í þeim framkvæmdum sem framundan eru á skíðasvæðinu.