Fréttir
Verksmiðja Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. mm

Öryggi sprakk og einn fluttur á sjúkrahús

Vinnuslys varð í aðveitustöð Norðuráls á Grundartanga síðdegis í gær. Öryggi sprakk í aðveitustöðinni með þeim afleiðingum að ljósbogi myndaðist og slasaðist einn sem var nærri þegar óhappið varð. Hann var fluttur undir læknishendur á sjúkrahús. Sólveig Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls sagði í samtali við fjölmiðla í gærkvöldi að mildi þætti að maðurinn hafi ekki slasast alvarlega, en hann var þó á sjúkrahúsi í nótt. Önnur af tveimur kerlínum álversins lá niðri frá því síðdegis í gær en strax var farið að keyra upp rafmagn að nýju og ná jafnvægi eftir útsláttinn.