Fréttir
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Nýtt ráðuneyti á grunni annarra

Ráðuneyti menningar-, nýsköpunar- og háskóla (MNH) var formlega stofnað í dag samkvæmt forsetaúrskurði. Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Hið nýja ráðuneyti er samsett af skrifstofu menningar og fjölmiðla sem færist úr menningar- og viðskiptaráðuneytinu (MVF) til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis (HVIN), hvers nafn breytist í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.