Fréttir

Stofnuðu Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Síðastliðinn fimmtudag var í félagsheimilinu Brún haldinn stofnfundur Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Á fundinn mættu þeir sem eiga það sammerkt að eiga jarðir á fyrirhugaðri lagnaleið aðalvalkostar Landsnets á Holtavörðuheiðarlínu 1, allt frá Skarðsheiði og að Þverárhlíð. Á fundinum voru samþykktir nýs félags afgreiddar, kosin stjórn og línur lagðar fyrir starf félagsins. Eiríkur Blöndal í Langholti er formaður stjórnar. Með honum í aðalstjórn eru Jónas Guðjónsson Síðumúlaveggjum, Brynjar Bergsson Sleggjulæk, Jón Friðrik Jónsson Vindheimum og Viktor Orri Dietersson Bæ 2.