Fréttir
Í kjallaranum voru nemendur sem sýndu ýmsar afleiðingar notkunar orkudrykkja, nikótíns og koffíns. Texti og myndir: hig

Lífsnámsvika í Menntaskóla Borgarfjarðar snerist um geðheilbrigði

Líkt og undanfarin skólaár fór svokölluð lífsnámsvika fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í síðustu viku. Þar vinna allir staðnemar skólans að ákveðnu þema og er þema haustannar „Geðheill“ með áherslu á andlegt- og líkamlegt heilbrigði. Nemendur unnu alla vikuna saman í hópum, þvert á árganga, að ákveðnum verkefnum tengdum þemanu en vinnunni lauk svo með opnu húsi í skólanum á fimmtudaginn þar sem afrakstur var sýndur. Komu gestir í heimsókn. Lífsnámsvika markar ákveðið uppbrot á hefðbundinni kennslu í skólanum þar sem nemendur fá smá hlé á verkefnavinnu og eru þeir almennt mjög ánægðir með þessa tilbreytingu í skólastarfinu.