Fréttir
Jörfi ehf er við Nesflóa 1 á Akranesi. Ljósm. mm

Jörfi ehf opnar á morgun verslun á Akranesi – myndasyrpa

Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku er nýtt fyrirtæki að hefja göngu sína á Akranesi. Heitir það Jörfi ehf - Pípu- og véltækniþjónusta. Búið er að opna 550 fermetra verslun og aðstöðuhús við Nesflóa 1, í nýjum iðngörðum. Af þremur bilum í húsinu verður eitt lagt undir vélaverkstæði en í tveimur bilum verður fagmannaverslun. Þar verður seldur ýmiss búnaður til innan- og utanhússlagna. Ísrör er birgi í öllu sem snertir utanhússlagnir en Hringás verður helsti birgi Jörfa í innanhússlögnum, búnaði og sérlausnum.

Jörfi ehf opnar á morgun verslun á Akranesi - myndasyrpa - Skessuhorn