
Skrifstofa Sæferða í Stykkishólmi. Ljósm. vaks
Ferjuleiðir taka við rekstri Baldurs í byrjun júní
Tilboð í rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs voru opnuð 3. desember síðastliðinn eins og fram kom í Skessuhorni. Vegagerðin auglýsti útboðið á Evrópska efnahagssvæðinu. Alls bárust þrjú tilboð. Lægsta tilboðið átti Ferjuleiðir ehf. í Reykjavík. Sæferðir hafa hingað til séð um rekstur ferjunnar en Eimskip keypti Sæferðir ehf. árið 2015. Nú liggur hins vegar fyrir að Ferjuleiðir ehf. taka við rekstri Baldurs 1. júní næstkomandi.