
Vinnuskólanemendur að störfum. Ljósm. vaks
Ræddu grasslátt fyrir eldri borgara og öryrkja
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar síðasta sunnudag var rætt hvort vinnuskólinn eigi að hætta að bjóða upp á grasslátt í görðum fyrir eldra fólk og öryrkja á Akranesi. Vinnuskólinn hefur mörg undanfarin ár séð um að bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum garðslátt gegn vægu gjaldi sem er 75% niðurgreitt af sveitarfélaginu. Einn hópur, sem samanstendur af fjórum unglingum og einum flokkstjóra, hefur séð um þessa þjónustu.