
Krakkarnir á Eldhömrum sungu fyrir hádegi fyrir starfsmenn Kjörbúðarinnar. Ljósmyndir: tfk
Mikið fjör á Öskudeginum í Grundarfirði
Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur á miðvikudaginn þegar yngstu íbúar Grundarfjarðar fögnuðu Öskudeginum. Krakkarnir mættu í búningum í skólann og eftir hádegið var gefið frí frá íþróttaæfingum UMFG og allir fóru í góða veðrinu að syngja fyrir fyrirtækin í bænum venju samkvæmt. Fyrir sönginn var ýmsu kruðeríi bætt í pokana áður en haldið var á næsta stað.