Fréttir
Þingflokkur Viðreisnar og aðstoðarmenn tóku á leigu langferðabíl og fara um vestur- og norðvesturhluta landsins í þessari viku. Á mánudagsmorgun var fundur á Akranesi. Á myndinni ræðir María Rut Kristinsdóttir þingmaður í NV við gesti í golfskálanum. Þingmennirnir Hanna Katrín, Sigmar, Eiríkur og Jón Gnarr fylgjast með.

Þingmenn á ferð í kjördæmaviku

Kjördæmavika stendur nú yfir. Í henni fá alþingismenn tækifæri til að líta upp úr þingstörfum og hitta kjósendur sína að máli. Eitthvað hefur borið á þingmönnum í vikunni. Sumir þeirra kjósa að hafa ekki hátt um áfangastaði sína og fundi og tala inn í lokaðan hóp flokksbundinna stuðningsmanna, meðan aðrir auglýsa opna fundi. Fyrirtæki og stofnanir eru heimsótt og fræðst um starfsemina. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðustu dögum.

Þingmenn á ferð í kjördæmaviku - Skessuhorn