
Erla Hulda tekur á móti viðurkenningu Hagþenkis. Ljósm. hagthenkir.is
Erla Hulda hlýtur viðurkenningu Hagþenkis
Erla Hulda Halldórsdóttir frá Minni Borg í Miklaholtshreppi hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis um stórmerka ævisögu Sigríðar Pálsdóttur; Strá fyrir straumi. Sigríður Pálsdóttir var uppi á 19. öld, upplifði ástir og missi og skildi eftir sig merkt bréfasafn. Erla Hulda er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og hefur rannsakað sögu kvenna í áratugi. Hún hefur skrifað um efnið fjölda greina og bóka, var einn höfunda bókarinnar Konur sem kjósa. Aldarsaga, og sendi síðast frá sér bókina Ég er þinn elskari.