Fréttir
Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra með nýju bókina en hana er hægt að nálgast endurgjaldslaust á netinu.

Bókin Leitin að peningunum komin út

Út er komin bókin Leitin að peningunum – leiðarvísir að fjárhagslegu sjálfstæði. Það er umboðsmaður skuldara sem gefur bókina út. Höfundar eru Kolbeinn Marteinsson og Gunnar Dofri Ólafsson og myndskreyting er í höndum Ránar Flygenring. Umboðsmaður skuldara hefur frá árinu 2020 staðið fyrir fræðsluverkefninu Leitin að peningunum og er bókin skrifuð í framhaldi af því. Hún er hugsuð fyrir allt fólk sem vill tileinka sér ábyrgari hegðun þegar kemur að peningum og um leið taka fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu sjálfstæði.

Bókin Leitin að peningunum komin út - Skessuhorn