Fréttir

Eldri borgarar í heimsókn hjá jafnöldrum í Ólafsvík

Síðastliðinn föstudag lagði félagsfólk í Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit land undir fót. Haldið var að morgni í langferðabifreið vestur á Snæfellsnes og tekið hús í Höllinni, nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu Félags eldri borgara í Snæfellsbæ. Áskell Þórisson var með í för og hafði þessi orð um Höllina: „Búið er að gera svo góða aðstöðu fyrir eldri borgara í Ólafsvík að undrun sætir. Ekki síður vakti athygli skilningur ráðamanna í Ólafsvík í garð eldri borgara bæjarsins en bæjarstjórinn sagði eitt sinn að eldri borgararnir hefðu byggt upp gróskumikið samfélag sem nú vildi launa þeim verkið með félagsmiðstöð.“

Eldri borgarar í heimsókn hjá jafnöldrum í Ólafsvík - Skessuhorn