Fréttir
Forsætisráðherra tók við bænaskjalinu sem allir sveitarstjórar á Vesturlandi rituðu undir. Framkvæmdastjóri SSV og fimm sveitarstjórar fylgdu málinu eftir á fundi ráðherra í Alþýðuhúsinu. F.v. Páll S Brynjarsson, Haraldur Benediktsson, Björg Ágústsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Kristrún Frostadóttir, Kristinn Jónasson og Stefán Broddi Guðjónsson. Ljósm. mm

Vilja að neyðarhópur verði skipaður vegna ástands vega á Vesturlandi

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi afhentu í gærkvöldi Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra beiðni sveitarstjórna á Vesturlandi um neyðarfund og skipan viðbragðshóps vegna ástands í vegamálum í landshlutanum. Þar óska sveitarfélögin eftir fundi hið fyrsta með oddvitum ríkisstjórnarinnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum og truflun á atvinnu- og mannlífi, eins og nú blasir við. Kristrún veitti bænaskjali þessu móttöku í lok almenns umræðufundar sem hún boðaði til í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi.

Vilja að neyðarhópur verði skipaður vegna ástands vega á Vesturlandi - Skessuhorn