
Yfirleitt er stóri salur Fjölbrautaskóla Snæfellinga iðandi af lífi á þessum tíma dags en nú var enginn á ferli og öll sæti auð. Ljósm. tfk
Sveitarfélög höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara – allar verkfallsboðanir standa
Á hádegi í dag varð ljóst að Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar samþykktu tillöguna í gærkvöldi fyrir sitt leyti. Fram kom í hádeginu að ríkið hafi ekki séð ástæðu til að taka afstöðu til tillögunnar í ljósi þess að sveitarfélögin hafi hafnað henni. Öllum fyrirhuguðum verkföllum og þeim sem hafið er verður því fram haldið.