Fréttir
Skógarlundur 42 á Akranesi. Þessi húsbygging liggur nú undir skemmdum. Ljósm. mm

Bygging íbúðakjarna strand og húsið liggur undir skemmdum

Á lóðinni Skógarlundi 42 á Akranesi hefur undanfarna mánuði verið í gangi bygging sex íbúða kjarna fyrir fólk með fötlun. Húsið stendur nú ríflega fokhelt næst þjóðveginum og er það fyrsta sem rís í nýju íbúðahverfi. Verkefnið er í höndum einkaaðila undir merkjum Leigufélagsins Brúar hses. Það þýðir að byggingarformið er svokallað húsnæðissamvinnufélag og er með aðkomu bæði Akraneskaupstaðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Á bak við Brú er sami byggingaraðili og kom að Leigufélagi aldraðra hses. sem byggði nokkur óhagnaðardrifin fjölbýlishús, m.a. við Dalbraut 6 á Akranesi. Það félag fór í lok síðasta árs í þrot og í kjölfar nauðasamninga keypti Brák íbúðafélag hses. húsin. Verktakar sem komu að byggingu fjölbýlishússins við Dalbraut 6 eiga enn eftir að fá hluta reikninga sinna greidda.

Bygging íbúðakjarna strand og húsið liggur undir skemmdum - Skessuhorn