Fréttir

Verkföll boðuð í fjórum sveitarfélögum og fimm framhaldsskólum

Nú hefur Kennarasambandið og Félag leikskólakennara boðað næstu verkfallsaðgerðir, hafi samningar ekki náðst í viðræðum við sveitarfélög í tæka tíð. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands hafa boða verkföll í grunnskólum í þremur sveitarfélögum; Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi, frá 3. mars næstkomandi. Einn grunnskóli er í Ölfusi, einn í Hveragerðisbæ og tveir í Akraneskaupstað; Grundaskóli og Brekkubæjarskóli. Verkfallsboðun nær einnig til félagsfólks sem starfar á skólaskrifstofum sveitarfélaganna. Verkföll grunnskólafélaganna verða tímabundin og standa til og með 21. mars. Félag leikskólakennara boðar hins vegar ótímabundið verkfall í öllum 22 leikskólum Kópavogs frá 3. mars að telja. Þá hefjast einnig í þessari viku atkvæðagreiðslur um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar.

Verkföll boðuð í fjórum sveitarfélögum og fimm framhaldsskólum - Skessuhorn