Íþróttir
Eyþór Lár Bárðarson ver skot Andra Jóhannssonar í leik liðanna á Akureyri. Ljósm. Páll Jóhannesson.

Snæfell tapaði í spennuleik fyrir norðan

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Þór frá Akureyri á föstudaginn en Snæfell sat þá í 8. sæti fyrstu deilar karla í körfuknattleik með 12 stig en Þór var í 5. sæti með 16 stig og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Leikmenn Snæfells komu grimmir til leiks og höfðu undirtökin í leiknum til að byrja með. Eyþór Lár Bárðarson kom Snæfelli í stöðuna 9-10 en þá tóku heimamenn öll völd. Tim Dalger og Reynir Barðdal drógu lið Þórs áfram og enduðu fyrsti leikhluta á 18-6 áhlaupi og því staðan eftir fyrsta leikhluta, 27-16.