Fréttir
Málshefjandi umræðuþráðarins varð fyrir því óláni að hliðarspegill á bíl hans var eyðilagður.

Skemmdarverk unnin á fjölda bíla

Síðastliðið laugardagskvöld, eða aðfararnótt sunnudags, voru unnin skemmdarverk á fjölda bíla á Akranesi. Eigendur bílanna vekja máls á þessu á FB síðunni Ég er íbúi á Akranesi. Segjast þeir ýmist vera búnir eða ætli að tilkynna um tjón sitt til lögreglu og óska eftir rannsókn. Bílarnir, sem m.a. stóðu við Kirkjubraut, Vallholt og Vesturgötu, eru skemmdir með að að „lykla“ þá, þ.e. rispa lakk, speglar hafa verið brotnir eða rúður brotnar með grjóti. Ef vitni eru að þessum skemmdarverkum eru viðkomandi eindregið hvattir til að snúa sér til lögreglu. Meðfylgjandi myndir eru af FB síðu bæjarbúa.