
Yfirlitsmynd og skipulagssvæðið í Galtarlæk innan rauða hringsins. Mynd úr vefsjá landseigna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Skipulag að nýrri höfn og athafnasvæði í Galtarlæk við Hvalfjörð
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 22. janúar síðastliðinn að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlæk, en jörðin er sunnan við athafnasvæðið á Grundartanga. Bókun sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða og var eftirfarandi: „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar [skipulagsnefndar, innsk. blm] að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Galtalækjar í Hvalfjarðarsveit. Í því felst m.a. að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.“