Fréttir
Nýja anddyri Brekkubæjarskóla. Ljósm. vaks

Framkvæmdir í Brekkó ganga vel

Í Brekkubæjarskóla á Akranesi hófst í byrjun árs 2024 endurgerð 1. hæðar í skólanum sem er um 2.100 fermetrar auk kjallararýmis og nokkurra rýma á 2. og 3. hæð. Verkinu er skipt í tvo áfanga. Vinna við áfanga eitt er langt komin og vinna við áfanga tvö er að hefjast. Áætlað er að seinni áfanga ljúki í lok árs 2025 og er heildarkostnaður framkvæmdarinnar um 980 milljónir króna.

Framkvæmdir í Brekkó ganga vel - Skessuhorn