Fréttir
Frá framkvæmdum við íþróttamannvirkin í Búðardal.

Bágt vegaástand hefur áhrif á framvindu við byggingu íþróttamannvirkja

„Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi vestur í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana,“ segir Baldur Ó. Kjartansson verkstjóri hjá Eykt sem stýrir framkvæmdum við byggingu nýrra íþróttamannvirkja í Búðardal. „Þetta þýðir að aksturskostnaður við hvern rúmmetra af steypu eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar,“ segir Baldur.

Bágt vegaástand hefur áhrif á framvindu við byggingu íþróttamannvirkja - Skessuhorn