Fréttir
Viðbragðsaðilar stilltu sér upp áður en ekið var um götur Borgarness. Ljósm. Valdimar Ólafur Arngrímsson.

Viðbragðsaðilar voru sýnilegir á 112 deginum

Neyðarlínan heldur upp á 112 daginn 11. febrúar á hverju ári því að dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna; 112. Þema dagsins í ár var Börn og öryggi og voru fjölmenni af börnum, í fylgd með fullorðnum, mætt við Hjálmaklett í Borgarnesi í gær til að skoða sig um. Slökkvilið Borgarbyggðar var einnig með móttöku í slökkvistöðinni í Reykholti.

Viðbragðsaðilar voru sýnilegir á 112 deginum - Skessuhorn