Fréttir

Lýsa áhyggjum yfir væntanlegri skattlagningu sjávarútvegs

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna væntanlegra breytinga nýrrar ríkisstjórnar á skattlagningu greinarinnar. „Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum heima fyrir út í verð afurða. Fram hjá þessari stöðu má ekki horfa,“ segir í yfirlýsingu SFS.

Lýsa áhyggjum yfir væntanlegri skattlagningu sjávarútvegs - Skessuhorn