Fréttir
Krakkarnir á Eldhömrum í Grundarfirði kíktu í heimsókn á slökkvistöðina í tilefni dagsins í gær. Eldhamrar eru elsta deild leikskólans sem er starfrækt í Grunnskóla Grundarfjarðar þar sem krakkarnir fá að kynnast skólanum fyrir stóra stökkið í 6 ára bekk. Það var mikið fjör á stöðinni þegar þessir kátu krakkar fengu að skoða bílana og tækin hjá slökkviliðinu og voru ófáir takkarnir sem fiktað var í. Börnin voru svo leyst út með ávaxtasafa áður en þau stilltu sér upp fyrir myndatöku. Slökkviliðsmennirnir Valgeir Þór Magnússon, Guðmundur Reynisson, Tómas Freyr Kristjánsson og Óskar Sigurðsson stilltu sér upp með hópnum og var mikill spenningur hjá flestum að prófa að hafa slökkviliðshjálm. Ljósm. hb

112 dagurinn var í gær

Í gær var 112 dagurinn haldinn hátíðlega víða um land. Markmið dagsins var sem fyrr að minna á þetta mikilvæga neyðarnúmer ásamt því að þakka neyðarvörðum og öðrum viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlegu störf. Dagsetningin 11.2. er táknræn og hjálpar landsmönnum að muna þetta lífsnauðsynlega númer.

112 dagurinn var í gær - Skessuhorn