
Starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands sem kom að skipulagningu viðburðarins. Kristján Guðmundsson, Margrét Björk Björnsdóttir og Björk Júlíana Jóelsdóttir voru ánægð með viðburðinn. Texti og myndir: hig
Vestlendingar fjölmennir á Mannamóti landshlutanna – 40 mynda syrpa
Frábær mæting og rífandi stemning var á árlegu Mannamóti landshlutanna sem haldið var í Kórnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag. Það eru markaðsstofur landshlutanna sem standa fyrir Mannamóti, en þangað er m.a. boðið starfsfólki ferðaskrifstofa, hótela, ráðamanna, fjölmiðla og annarra sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi og nýjungar á vettvangi ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Að þessu sinni voru fulltrúar á fjórða hundrað fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynntu starfsemi sína og voru fjölmargir frá Vesturlandi.