Fréttir
Grundarfjörður fær úthlutað 135 þorskígildistonnum að þessu sinni, eða 3,55% úthlutunar á landsvísu. Hér er starfsmaður Djúpakletts að vinna við löndun. Ljósm. úr safni/tfk

Verulegur samdráttur í úthlutuðum byggðakvóta

Almennum byggðakvóta er úthlutað til 42 byggðarlaga í 25 sveitarfélögum landsins á fiskveiðiárinu 2024-2025. Atvinnuvegaráðherra er heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga á aflamarki einstaka tegunda. Heildarráðstöfun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu nemur alls 3.807 þorskígildistonnum. Heildarúthlutun kvóta dregst saman um 1.022 þorskígildistonn milli ára og verða breytingar á magni úthlutaðra tonna í samræmi við það.

Verulegur samdráttur í úthlutuðum byggðakvóta - Skessuhorn