
Gráþröstur við veisluborð. Ljósm. Örn Óskarsson
Garðfuglahelgin er framundan
Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður dagana 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einn dag. Fjórir dagar koma til greina og þátttakendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglum eftir veðri og aðstæðum. Það þarf ekki endilega að eiga garð til að gefa fóður og telja fugla í heldur er hægt að koma sér fyrir í almenningsgarði en slíkir eru víða í sveitarfélögum landsins,“ segir í tilkynningu frá Fuglavernd.