Fréttir
Ríkharður Hrafnkelsson formaður vallar- og húsnefndar golfklúbbsins Mostra. Ljósm. hig

Endurbætur á klúbbhúsi Mostra í Stykkishólmi

Þessa dagana er mikið um að vera hjá golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi en á síðasta ári var klúbbhúsið klætt að utan með bárujárni, viðbygging var sett við húsið og nú er farið í endurbætur innandyra. „Útveggurinn var orðin lélegur og því var ákveðið að stækka um 50 fermetra. Við settum viðbyggingu við húsið fyrir ný salerni og geymslu en húsið verður áfram skipt,“ segir Ríkharður Hrafnkelsson formaður vallar- og húsnefndar golfklúbbsins Mostra í samtali við Skessuhorn. Golfklúbburinn á húsið en klúbburinn er með samning við Stykkishólmsbæ um að reka tjaldsvæðið og hafa aðstöðu fyrir gesti tjaldsvæðisins. „Hér geta gestir tjaldsvæðisins eldað mat, hlaðið síma sína og margt fleira. Við keyptum þetta húsnæði árið 2000 en þetta var kennslustofa við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við fluttum það hingað og græjuðum sem golfskála en nú er kominn tími á viðhald,“ nefnir Rikki.

Endurbætur á klúbbhúsi Mostra í Stykkishólmi - Skessuhorn