Fréttir

Bjóða út endurbyggingu vegar að Ólafsdal

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu á um 6,6 km vegarkafla á Steinadalsvegi í Dölum. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi frá gatnamótum Vestfjarðavegar að Ólafsdal. Steinadalsheiði liggur síðan milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar í Strandasýslu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2026.

Bjóða út endurbyggingu vegar að Ólafsdal - Skessuhorn