
Myndin er tekin í keppnisferð félagsins í Kópavog síðastliðinn laugardag. F.v. Guðmundur, Þórhallur, Kristján, Rósa, Anna, Hafdís og Lárus.
Af þjálfun og keppni í RINGÓ
Undanfarin nokkur ár hefur vaskur hópur Borgfirðinga stundað RINGÓ – afbrigði af blaki – en með gúmmíhringjum. Hópurinn hefur mætt til æfinga í Borgarnesi klukkan 9 á sunnudögum og æft í um klukkustund. Fjórum til fimm sinnum á ári höfum við tekið þátt í mótum og ætíð keppt undir merkjum UMSB, þó svo að sambandið hvorki standi að æfingum né styrki okkur í keppni út á við svo sem þátttaka í Landsmót UMFÍ 50+.