
Þórhallur Ásmundsson á Skessuhorns árunum. Ljósm. hlh
Andlát – Þórhallur Ásmundsson blaðamaður
Þórhallur Ásmundsson blaðamaður og fyrrum ritstjóri lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 14. janúar síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þórhallur var fæddur 23. febrúar 1953 og uppalinn á Austari-Hóli í Fljótum. Ungur að árum menntaði Þórhallur sig í trésmíði en ævistarfið var þó blaðamennska. Hann var m.a. ritsjóri héraðsfréttablaðsins Feykis í Skagafirði til rúmra 16 ára og skrifaði einnig talsvert í Helluna á Siglufirði. Hann var um tíma fréttaritari m.a. fyrir DV. Þórhallur starfaði sem blaðamaður á Skessuhorni í tæplega átta ár frá 2007 til 2015 og var á þeim árum búsettur á Akranesi. Síðustu árin bjó hann á Siglufirði.