
Cedric Bowen keyrir á körfuna en Sturla Böðvarsson leikmaður Snæfells reynir að stoppa hann. Ljósm. Ármann karfa.
Snæfell tapaði í hörkuleik í Höllinni
Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Ármann í 1. deild karla í körfubolta í gær. Snæfell frumsýndi nýjan leikmann í leiknum en Matt Treacy var mættur í treyju númer 33. Ármann var fyrir leik í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en Snæfell var í því ellefta með sex stig.