
Embla Dögg Bachmann. Ljósm. reykholar.is
Embla Dögg ráðin í starf verkefnisstjóra
Embla Dögg Bachmann hefur verið ráðin hjá Vestfjarðastofu í starf verkefnisstjóra Brothættra byggða í Reykhólahreppi. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Reykhólum. Hún mun stjórna því verkefni ásamt verkefnisstjórn. Verkefnið er til fimm ára og er hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Reykhólahrepps.