Íþróttir
Arnar Gunnlaugsson. Ljósm. visir.is/Hulda Margrét

Arnar Gunnlaugsson tekur við íslenska landsliðinu

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Fram kemur á vef KSÍ að Arnar, sem er Skagamaður að upplagi og verður 52 ára á árinu, hefur verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi við góðan orðstír síðustu ár og unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitla. Hann er knattspyrnuáhugafólki einnig að góðu kunnur sem leikmaður, enda lék hann 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk, auk þess að leika (og skora) fyrir öll yngri landsliðin. Arnar er uppalinn hjá ÍA og lék sem leikmaður flesta leiki sína hérlendis með liði Skagamanna, en lék einnig með KR, FH, Fram, Val og Haukum. Á atvinnumannaferli sínum erlendis lék Arnar í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi.

Arnar Gunnlaugsson tekur við íslenska landsliðinu - Skessuhorn