
Bent á hálku samhliða hlýindum á morgun
Á morgun er spáð að hlýni í veðri og hiti mælist í plússtigum. „Það hlýnar víða á morgun, einkum á vestur helmingi landsins, með vætu á köflum. Mögulega krefjandi akstursskilyrði og flughált á köflum á meðan snjó og klaka tekur upp og eins ef væta frýs þegar hún fellur á kalda vegi,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.