
Birna G. Konráðsdóttir með fyrstu bókina, glóðvolga út prentsmiðjunni korteri fyrir jól.
„Það berast heilmargar sagnir frá Hvanneyri“
Þetta eru orð Birnu G. Konráðsdóttur sem undir lok síðasta árs gaf út sína fyrstu bók. „Þarna er ég meðal annars að vísa til þess að Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus á Hvanneyri hefur gefið út fjölda bóka líkt og fleiri skólamenn sem búið hafa hér á staðnum,“ segir Birna sem nú hefur sent frá sér smásagnasafnið Hamingjan í Hillunum.