
Nýja árinu var fagnað með því að íbúar Snæfellsbæjar voru óhemju skotglaðir þetta árið enda blankalogn og flott veður, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Ólafsvík. Ljósm. af
Áramót á Snæfellsnesi
Að venju var mikið um dýrðir á gamlársdagskvöld víðs vegar um Vesturland. Á Snæfellsnesi var ein af fáum brennum, ef ekki sú eina á Vesturlandi. Hún var á Breiðinni við Rif þar sem Hjálmar Kristjánsson brennustjóri til fjölda ára tendraði í stórum bálkesti. Var fjöldi fólks mættur til að sjá dýrðina auk þess sem félagar í björgunarsveitinni Lífsbjörgu sáu um flugeldasýningu sem gladdi augu gesta.