
Kveðjur úr héraði – Kveðja úr Hallkelsstaðahlíð
Það er hreint ekki sjálfsagt að eiga gleðileg jól, en það hef ég átt í meira en hálfa öld. Þvílík gæfa. Það að vera alin upp í stórri fjölskyldu sem snemma lærði að litlu hlutirnir geta orðið þeir stærstu og hamingja kostar ekki peninga, það er ómetanlegur auður. Ég tileinka því ömmu minni, mömmu og hennar systkinum þessa litlu kveðju.