
Kveðjur úr héraði – Jólakveðja úr Dalabyggð
Jólin eru tími ljóss og friðar og sannarlega hátíð barnanna. Jólabörn, stór og smá, hafa ekki látið sitt eftir liggja hér í Dalabyggð og hafa verið margir fjölbreyttir viðburðir sem lífga upp á stemminguna og stytta biðina til jóla. Jólatónleikarnir Er líða fer að jólum voru haldnir þriðja árið í röð í félagsheimilinu Dalabúð og uppselt var á þá. Allir sem koma að tónleikunum eru íbúar Dalabyggðar eða eiga sterkar tengingar hingað. Virkilega vel heppnaðir tónleikar sem verða vonandi fastur liður í jólaundirbúningi hér í héraðinu okkar.