
Kveðjur úr héraði – Jólahugvekja úr Skorradal
Þegar jólin nálgast fyllist hjarta okkar af hlýju og gleði. Þetta er tími þar sem við komum saman, fögnum kærleikanum og minnumst þess sem er okkur dýrmætast. Jólin eru ekki aðeins hátíð ljósanna og gjafanna, heldur einnig hátíð kærleikans og samverunnar. En því miður eru jólin ekki svoleiðis hjá öllum, sumir eiga mjög erfitt um jólin. Við þurfum að muna og staldra við og gleðja líka þá sem minna mega sín.