
Kveðjur úr héraði – Jól með dönsku ívafi
Jólin eru án efa uppáhaldshátíðin mín. Einhverjir töfrar svífa yfir þeim, sem erfitt er að lýsa í orðum. Um leið og jólaljósin byrja að lýsa upp skammdegið í aðdraganda jóla er eins og lítill vonarneisti kvikni innra með mér – kannski muni ljósið og kærleikurinn sigrast á myrkrinu og grimmdinni eftir allt saman…