
Alex Rafn Guðlaugsson býr sig undir að skjóta. Ljósm. Bæring Nói
Snæfell úr leik í VÍS bikarnum
Snæfell heimsótti Álftanes í 16-liða úrslitum VÍS bikars karla í körfubolta í gær. Heimamenn í Álftanesi komu gríðarlega grimmir til leiks og var staðan eftir fjórar mínútur 13-0 fyrir Álftanesi. Gestirnir úr Snæfelli töpuðu boltum og virkuðu óöruggir í sínum aðgerðum. En Snæfell náði að minnka muninn í 17-11 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta en þá tóku heimamenn við sér á ný og spiluðu fastan varnarleik og yfirvegaðan sóknarleik sem skilaði þeim góðri forystu eftir leikhlutann, 25-11.