
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
Nýr listi yfir sveina með starfsréttindi hefur verið birtur á vefsíðunni Island.is. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur opinberlega á einum miðlægum stað. Með listanum er m.a. hægt að sjá hvort iðnaðarmenn sem bjóða fram þjónustu sína séu með tilskilin réttindi. Listinn byggir á gagnagrunni 42 iðngreinar.