
Hvalfjarðargöng. Ljósm. Skessuhorn
Ekið utan í vegg í göngunum
Í liðinni viku voru færri teknir fyrir of hraðan akstur en oft áður í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi enda færð og veður ekki alltaf upp á tíu en alls voru tíu ökumenn stöðvaðir vegna of hraðs aksturs. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur en hann mældist einnig of hraður og reyndist vera sviptur ökuréttindum við aksturinn. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.