Fréttir
Boðið var uppá að skreyta piparkökuhús í Norska húsinu. Ljósm. hp.

Aðventan í Stykkishólmi

Það hefur verið mikið líf og fjör í Stykkishólmi fyrstu tvær helgarnar í aðventu. Undanfarin ár hefur FAS - Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, tekið saman allt sem er um að vera á aðventunni í svokallaða aðventudagskrá sem gengur undir heitinu Njótum aðventunnar í Hólminum. Dagskrá heldur áfram um næstu helgi en hægt er að sjá dagskrána á visitstykkisholmur.is

Aðventan í Stykkishólmi - Skessuhorn