Fréttir
Gestir rýna í ýmis gögn og skoða ljósmyndir á skjá safnahússins.

Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar

Safnahús Borgarfjarðar opnaði á sunnudaginn sýningu í tengslum við 120 ára afmæli Kaupfélag Borgfirðinga. Á henni er fjallað um hlutverk kaupfélagsins í samfélaginu og sögu þess í gegnum myndir og skjöl sem safnast hafa á þeim 120 árum sem kaupfélagið hefur starfað. Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri hélt nokkur orð um sögu kaupfélagsins og hvernig staðan á því er í dag. Gestir settust svo niður til að skoða þær fjölmörgu myndir sem eru sýndar á stórum skjá í Safnahúsinu en sýningin verður opin fyrir gesti og gangandi út desember mánuð.

Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar - Skessuhorn