
Ein mynd af búskap á bænum Borg í Stykkishólmi.
Lionsklúbbur Stykkishólms gefur út dagatal með 50 ára myndum
Lionsklúbbur Stykkishólms hefur gefið út dagatal fyrir árið 2025. Þessi útgáfa er mjög sérstök því hún sýnir og minnir á hvernig var í Hólminum fyrir um 50 árum síðan. Margt hefur breyst og gaman að sjá hvernig umhorfs var á þeim tíma áður en til dæmis götur voru malbikaðar eða steyptar, raflínur festar á staura sem fluttu rafmagnið í húsin og búskapur stundaður á Borg. Rafmagnsleysi voru þá oft á tíðum að vetrarlagi en með tímanum gleymast þær myndir úr huganum. Fyrir gamla Hólmara og aðra er fróðlegt að rifja þennan tíma upp með fallegum myndum. Myndirnar eru úr safni Jóhanns Víkingssonar og eru frá árunum 1966-1978. Það var bróðir Jóhanns, Ingvar Víkingsson, sem sá um skönnun og myndvinnslu.