
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ljósm. isafjordur.is
Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hún tekur við af Örnu Láru Jónsdóttur sem verið hefur bæjarstjóri frá árinu 2022 en náði á laugardaginn kjöri til Alþingis. Þetta kemur fram á vef Ísafjarðarbæjar.